Hugsihugsihugs…

Eins og þið væntanlega hafið giskað á, þá hef ég nú ekkert verið að brillera. Var alvarlega að íhuga að eyða bara blogginu og hætta að eyða tíma mínum í þessa vitleysu, fannst ég bara algjör aumingi og gjörsamlega misheppnuð. Er nú aðeins jákvæðari núna, en eins og ég segi, þá er mér ekkert að ganga vel. Er búin að vera að hugsa heilmikið um hvernig ég eigi að gera þetta. Ein hugmyndin var að byrja bara að einbeita mér að ræktinni og koma mér allavegana í betra form. Finnst það ágæt hugmynd. Veit líka að þegar ég er dugleg í ræktinni þá kemur mataræðið meira sjálfkrafa. En ég meika ekki kolvetnissnauða aftur, er alveg búin að komast að því. Það virkar einhvernvegin ekki að vera á kolvetnissnauðu og vera samt alltaf að stelast í brauð og pasta, þá fara kaloríurnar hratt upp… virkar ekki saman. Þannig að ég ætla bara aftur að huga meira að svona almennu, hollu mataræði. Ætla að reyna að vera ógeðslega dugleg næstu vikuna og sjá hvernig gengur.

8 Responses to Hugsihugsihugs…

  1. 15kg skrifar:

    Gott að sjá þig aftur!
    Gott að heyra að kúrinn er kominn til hliðar. Líst vel á að einblína á ræktina og hollt mataræði.
    Ég leyfi mér nammidag á laugardögum og þá má ég fá mér það sem ég vil, en maður missir sig náttúrulega ekki út í vitleysu. Hina dagana borða ég hollt og reyni að velja rétt. Fer svo í ræktina reglulega. Þetta er að ganga vel þessa dagana hjá mér og ég sé fyrir mér að þetta sé „kúr“ sem ég get í raun og veru farið eftir í mínu daglega lífi til frambúðar.
    Gangi þér vel.

  2. Heiða skrifar:

    Það er alveg heill skóli að læra að rífa sig ekki svona niður. Það versta sem maður geirr sér er að tala svona við sjálfan sig og maður einfaldlega VERÐUR að læra að stoppa svona hugsanaVILLUR. Þetta eru ekkert annað en órökréttar hugsani. Ókei, þér gengur ekki sem best með matarræðið, en tengslin á milli þess og að vera aumingi eru nákvæmlega engin. Þótt það sé erfitt, reyndu þá að vera uppbyggileg. Allt í lagi að vera raunsær og segja: „Þetta er ekki nógu gott hjá mér“ En ekki rífa niður. Og ekki eyða þessu fína bloggi sem hefur skrásett stórglæsilegan árangur hjá þér sem er áminning um að þú getur þetta alveg.

    Vona að þér gangi sem best. Mundu bara að það gengur illa stundum og það er bara mannlegt. Aðalatriðið er bara að HALDA ÁFRAM og ekki gefast upp.

  3. GBK skrifar:

    æji… þú verður bara að finna þinn takt skvís.
    Finna hvað hentar þér.

    Skelltu þér í gírinn.

    Knús
    GBK

  4. Gamli sveppur skrifar:

    Hvað með svona grænmetisauðugt mataræði ….
    En brauð getur verið alveg sjúklega gott. Nú á ég alltaf pólar extreme brauð í frysti og snæði það reglulega. Takk fyrir ábendinguna.
    Dóttir mín valdi þetta sagði karl faðir þinn þegar hann bauð upp á vín með sauðarlæri að hætti Borgþórs síðasta daginn í Surtsey.
    Hafðu það gott, Gyða.

  5. 75kg skrifar:

    Hæ pæ, þetta gengur allt saman. Prófaðu bara að taka mánuð eða eitthvað í að hugsa bara um að vera dugleg í ræktinni og sjáðu hvort að mataræðið kikkar ekki inn líka! Ég veit að þú getur þetta og þú veist það líka!!! Koma svo, vertu memm! 🙂

  6. Heiða skrifar:

    Já það er mjög sniðugt… mann fer alltaf að langa í eitthvað hollt og gott að borða þegar maður er duglegur í ræktinni 🙂

  7. Hérinn skrifar:

    Algjörlega sammála Heiðu hérna fyrir ofan með hugsanavillurnar og það allt saman.
    Þú hefur náð fínum árangri áður svo þú getur þetta alveg, bara spurning um að finna þinn takt og vera sátt við þína leið að lokatakmarkinu.
    Gangi þér vel 🙂

  8. Dídí skrifar:

    Langt síðan ég hef kíkt á þig, vona að það gangi allt vel og svo er það satt sem Heiða segir, þessar niðurrifshugsanir eru ekki til neins nytsamlegar, maður á bara að henda þeim út á hafsjó og reyna að hugsa jákvætt, eins erfitt að það getur oft verið!

    Gangi þér vel!

Færðu inn athugasemd