Hugsihugsihugs…

16 júlí, 2008

Eins og þið væntanlega hafið giskað á, þá hef ég nú ekkert verið að brillera. Var alvarlega að íhuga að eyða bara blogginu og hætta að eyða tíma mínum í þessa vitleysu, fannst ég bara algjör aumingi og gjörsamlega misheppnuð. Er nú aðeins jákvæðari núna, en eins og ég segi, þá er mér ekkert að ganga vel. Er búin að vera að hugsa heilmikið um hvernig ég eigi að gera þetta. Ein hugmyndin var að byrja bara að einbeita mér að ræktinni og koma mér allavegana í betra form. Finnst það ágæt hugmynd. Veit líka að þegar ég er dugleg í ræktinni þá kemur mataræðið meira sjálfkrafa. En ég meika ekki kolvetnissnauða aftur, er alveg búin að komast að því. Það virkar einhvernvegin ekki að vera á kolvetnissnauðu og vera samt alltaf að stelast í brauð og pasta, þá fara kaloríurnar hratt upp… virkar ekki saman. Þannig að ég ætla bara aftur að huga meira að svona almennu, hollu mataræði. Ætla að reyna að vera ógeðslega dugleg næstu vikuna og sjá hvernig gengur.


Oooooooh!!!

3 júlí, 2008

Jújú, ég fór í ræktina í gær og stóð mig vel í mataræðinu þar til ég fór í saumó. Byrjaði svo sem vel, en stóðast síðan ekki mátið og fékk mér smá skyrtertu, smá nachos og smá nammi. Alls ekkert mikið, en samt greinilega nóg til að klúðra kolvetnissnauða dæminu og bæta á mig 2 kg aftur. Þar með rifjaðist það upp fyrir mér hvað var leiðinlegast við þetta kolvetnissnauða fæði, það eru þessi 2 platkíló eða vatnskíló sem fara strax og maður fer á kolvetnissnautt, en koma líka strax aftur um leið og líkaminn fær nóg af kolvetni til að byggja upp forða. Þá bindur hann nefinlega vatn við kolvetnið til að geyma það, sem eru einmitt ca 2 kg. Steig á vigt í morgun og langaði hálfpartinn til að stökkva bara út um gluggann. Ætla samt að halda eitthvað áfram í þessu kolvetnissnauða.

En hey, ég fór í ræktina.


Enn að strögglast

2 júlí, 2008

Mér tekst þetta enn sem komið er, samt erfitt :S Er alveg búin að vera að reyna að finna allar afsakanir í hausnum á mér til að fara ekki í ræktina, en ætla ekki að láta undir og ætla bara að drífa mig um leið og iPodinn minn er búinn að hlaðast. Mataræðið gengur alveg ágætlega. Ég er reyndar ekki alveg ofurströng á kolvetnið eins og ég var í denn, en reyni samt að halda því í lágmarki, vil allavegana vera undir 100 grömmum á dag og helst vel það. Er reyndar að fara í saumó í kvöld, en verð bara að finna eitthvað sem ég get borðað með góðri samvisku. Langar að vera grönn, langar að vera grönn, ætla að verða grönn!!!


So far so good

1 júlí, 2008

En mér finnst þetta samt erfitt :S Ég finn það alveg, mig langar í eitthvað sætt og éta óhollustu og allt þetta. En ég hem mig, allavegana enn sem komið er. Ekki eru nú margir dagar liðnir svo sem.

Mataræðið var fínt í gær, endaði í ca 1250 hitaeiningum og 36 grömm kolvetni. Vonandi verður dagurinn í dag bara svipaður. Svo á morgun ætla ég að drífa mig í ræktina aftur, alveg kominn tími á það. Ferlegt að hugsa til þess að maður sé búinn að éta á sig a.m.k. 10 kg aftur síðan um páskana. Bjakk bara 😦 Mig langar svo að verða grönn aftur, óþolandi að þetta skuli vera svona erfitt.

Jæja, ég stefni nú samt á að massa þetta bara, veit ég get þetta, þarf bara staðfestuna.