Svei mér þá

25 október, 2011

Haldiði að ég hafi ekki rambað á gamla bloggið mitt sem ég var nánst búin að gleyma.

Auglýsingar

Andskotans og helvíti

16 janúar, 2009

Já, ojbara. Ég fer að ná sögulegu hámarki í þyngd. Jæja ok, ekki alveg, en allavegana miðað við undanfarin 3 ár eða svo. Þetta er bara ekki hægt. Er hætt að passa í öll fötin mín og bara blæs út og ojbara og oj. Nú verð ég að koma mér af stað aftur, bæði í mataræðinu og í ræktinni. Það þýðir ekkert endalaust að fela sig á bak við erfiða tíma, þó vissulega hafi mikið gengið á undanfarið. Nú er bara alveg tími til að koma sér í flott form. Og ég get gleymt brúðkaupsgulrótinni, því það verður ekkert brúðkaup :S Nú verð ég bara að finna einhverja aðra gulrót. Elsta stelpan er t.d. að fara að fermast um páskana og það væri nú ágætt að vera búin að ná nokkrum kílóum af sér þá.  Eigum við að stefna á 10 kg fyrir þann tíma? Jájá, segjum það 😉


Ég er í tómu tjóni

1 desember, 2008

og ekkert meira um það að segja.


Hmmm…

12 október, 2008

Ætli ég sé ekki búin að skemma eitthvað af árangrinum núna. Í gær var ég með gesti og ég bæði bakaði kanelsnúða og síðan heimalagaða pizzu seinna um kvöldið. Átum öll vel og mikið, líka af hnetum og smá nammi. Það voru líka drukknir nokkrir bjórar. Vigtin var svo sem ok í morgun, en ég hef engan vegin staðið mig í dag og verið að narta í pizzuleifarnar, kanelsnúðana og einhverja hrikalega góða „brownies“ köku sem mágkona mín kom með í gær og skildi eftir. Þannig að ég er ekkert voðalega spennt fyrir vigtinni á morgun. En ég mun þó halda áfram. Vona bara að skaðinn sé ekki of mikill. Ætla að hætta í sukkinu akkurat núna á mínútunni.


Jæja

10 október, 2008

Eitthvað er að gerast allavegana og vigtin er aðeins að síga niður. Sem betur fer, annars væri ég við það að gefast upp. Ég er reyndar enn ekki komin af stað í ræktinni :S Bara hef ekki gefið mér tíma til að skipuleggja það. Það er alltaf eitthvað svo mikið að gera í einhverju öðru. En það kemur. Er áfram dugleg í mataræðinu 😉


Pirripú >:(

6 október, 2008

Er sko búin að vera ógeðslega dugleg í mataræðinu, held mig samviskusamlega við ca 1200-1500 hitaeiningar á dag, hef einstaka sinnum farið undir og einstaka sinnum yfir. En vigtin virðist bara alveg standa í stað. Var voða ánægð á laugardaginn, þá virtist hún hafa tekið smá kipp. Svo reyndar stalst ég til að fá mér smá pizzu í gær og í morgun var vigtin bara aftur á sama stað og hún er búin að hanga s.l. daga. Alveg ferlega pirrandi. Það er ekkert voðalega hvetjandi þegar maður fær engan ávinning. Er svo sem ekki búin að komast mikið í ræktina, en mér er alveg sama, það á ekki að muna svo miklu. Er samt ekki að gefast upp, held í einhverja von um að vigtin fari aftur af stað.


Allt í kei sko ;)

5 október, 2008

Er ekkert að svindla, nema bara hef lítið getað bloggað, brjálað að gera alltaf. Hef reyndar líka lítið komist í ræktina, fór samt í röskan göngutúr á þriðjudaginn. En mataræðið er á góðu róli. Bissí, bissí og hef engan tíma til að skrifa núna. Meira seinna.