Svei mér þá

25 október, 2011

Haldiði að ég hafi ekki rambað á gamla bloggið mitt sem ég var nánst búin að gleyma.


Andskotans og helvíti

16 janúar, 2009

Já, ojbara. Ég fer að ná sögulegu hámarki í þyngd. Jæja ok, ekki alveg, en allavegana miðað við undanfarin 3 ár eða svo. Þetta er bara ekki hægt. Er hætt að passa í öll fötin mín og bara blæs út og ojbara og oj. Nú verð ég að koma mér af stað aftur, bæði í mataræðinu og í ræktinni. Það þýðir ekkert endalaust að fela sig á bak við erfiða tíma, þó vissulega hafi mikið gengið á undanfarið. Nú er bara alveg tími til að koma sér í flott form. Og ég get gleymt brúðkaupsgulrótinni, því það verður ekkert brúðkaup :S Nú verð ég bara að finna einhverja aðra gulrót. Elsta stelpan er t.d. að fara að fermast um páskana og það væri nú ágætt að vera búin að ná nokkrum kílóum af sér þá.  Eigum við að stefna á 10 kg fyrir þann tíma? Jájá, segjum það 😉


Ég er í tómu tjóni

1 desember, 2008

og ekkert meira um það að segja.


Hmmm…

12 október, 2008

Ætli ég sé ekki búin að skemma eitthvað af árangrinum núna. Í gær var ég með gesti og ég bæði bakaði kanelsnúða og síðan heimalagaða pizzu seinna um kvöldið. Átum öll vel og mikið, líka af hnetum og smá nammi. Það voru líka drukknir nokkrir bjórar. Vigtin var svo sem ok í morgun, en ég hef engan vegin staðið mig í dag og verið að narta í pizzuleifarnar, kanelsnúðana og einhverja hrikalega góða „brownies“ köku sem mágkona mín kom með í gær og skildi eftir. Þannig að ég er ekkert voðalega spennt fyrir vigtinni á morgun. En ég mun þó halda áfram. Vona bara að skaðinn sé ekki of mikill. Ætla að hætta í sukkinu akkurat núna á mínútunni.


Jæja

10 október, 2008

Eitthvað er að gerast allavegana og vigtin er aðeins að síga niður. Sem betur fer, annars væri ég við það að gefast upp. Ég er reyndar enn ekki komin af stað í ræktinni :S Bara hef ekki gefið mér tíma til að skipuleggja það. Það er alltaf eitthvað svo mikið að gera í einhverju öðru. En það kemur. Er áfram dugleg í mataræðinu 😉


Pirripú >:(

6 október, 2008

Er sko búin að vera ógeðslega dugleg í mataræðinu, held mig samviskusamlega við ca 1200-1500 hitaeiningar á dag, hef einstaka sinnum farið undir og einstaka sinnum yfir. En vigtin virðist bara alveg standa í stað. Var voða ánægð á laugardaginn, þá virtist hún hafa tekið smá kipp. Svo reyndar stalst ég til að fá mér smá pizzu í gær og í morgun var vigtin bara aftur á sama stað og hún er búin að hanga s.l. daga. Alveg ferlega pirrandi. Það er ekkert voðalega hvetjandi þegar maður fær engan ávinning. Er svo sem ekki búin að komast mikið í ræktina, en mér er alveg sama, það á ekki að muna svo miklu. Er samt ekki að gefast upp, held í einhverja von um að vigtin fari aftur af stað.


Allt í kei sko ;)

5 október, 2008

Er ekkert að svindla, nema bara hef lítið getað bloggað, brjálað að gera alltaf. Hef reyndar líka lítið komist í ræktina, fór samt í röskan göngutúr á þriðjudaginn. En mataræðið er á góðu róli. Bissí, bissí og hef engan tíma til að skrifa núna. Meira seinna.


Hádí!

25 september, 2008

Hér gengur bara allt vel. Er búin að vera dugleg í mataræðinu og það hentar mér rosalega vel að fá mér léttan próteindrykk sem millibita frekar en að fara í brauðið eða eitthvað annað. Fór og fjárfesti í þessum æðislega blandara og nú get ég gert mér allskonar drykki. Vinkona mín er að selja Herbalife, og ég ætla að kaupa dunk af henni og fá mér svona hristing á milli hádegisverðar og kvöldmatar. Ég keypti líka af henni spes prótínduft sem maður setur líka út í til að auka aðeins prótínmagnið, en það náttúrulega veldur meiri saðsemistilfinningu.

Fór í ræktina á mánudaginn og í gær og stefni auðvitað að fara meira í vikunni. Elstan mín er í dansi í World Class á þessum dögum frá 19:35-20:35 og það er voða hentugt að skutla henni, fara sjálf í ræktina á meðan hún er í dansinum, og svo förum við saman heim. Gasalega sniðugt.

En já, ég mæli enn með saltfisknum góða 😉


Enn bíður ræktin

21 september, 2008

Og það er nú eiginlega bara vegna smá leti í mér. Á föstudaginn var ég reyndar með krakkana þar sem pabbi þeirra var að fara í óvissuferð með vinnunni. Þannig að það var skutl og sækj eins og venjulega út af fimleikunum 😉 Síðan var bara kósíkvöld hjá okkur, horft á mynd og höfðum það voða næs. Samt engin óhollusta hjá mér 😀

Í gær var ég bara svolítið dugleg og tók til, þreif ísskápinn, flokkaði þvottafjallið og fór síðan að undirbúa smá matarboð sem ég var með. Hafði voða góðan mat og drakk ótæpilega af hvítvíni og bjór :S En fyrir utan það var dagurinn bara nokkuð hollur. Fékk mér reyndar slatta af hnetum og rétturinn sem ég eldaði innihélt nú ansi mikið af olíu, en hann var samt hollur. Eldaði saltfisk á Miðjarðarhafsvísu og vááááá hvað þetta var hrikalega gott. Hef fengið svona Bacalhau á veitingastað, en ég get svo svarið það að það sem ég eldaði var miklu betra. Þið bara verið að fá uppskriftina og prófa:

Saltfiskur á miðjarðarhafsvísu

800 gr sérútvatnaður saltfiskur
hveiti, eftir þörfum
hvítur pipar

1/2 hvítlaukur
1/2 dl olía
1 dós niðurskorinn tómatur
1 krukka svartar ólífur
1 rauðlaukur
1/2 krukka kapers
1/2 krukka feta ostur í olíu

Þerrið fiskinn og veltið upp úr hveiti og pipar
Brytjið hvítlaukinn mjög smátt og mýkið örlítið í olíunni, veltið saltfisknum uppúr í smástund.

Setjið fiskinn í eldfast mót.
Dreifið tómatnum vel yfir saltfiskinn, sneiðið ólífur og rauðlauk og dreifið yfir auk kapers og að lokum feta ost. Ekki spara olíuna.

Bakið í ofni við 180°C í ca 10-12 mínútur

Ég notaði reyndar spelt í stað hveitis, einfaldlega vegna þess að ég nota eiginlega bara alltaf spelt í stað hveitis 😉

En suss hvað þetta var gott. Hafði með þessu svona litlar Parísarkartöflur sem ég hitaði í smá olíu á pönnu og kryddaði með jurtakryddi og hvítlauksdufti. Og svo var ég með ferskt salat líka. Meira að segja unnustanum fannst þetta sjúklega gott, og hann er almennt ekki hrifinn af svona gumsi eins og fetaosti, ólívum og lauk, hehehe.

Í dag er bara smá þynnkudagur og ég er að vanda mig við að detta ekki í neina óhollustu. Vaknaði frekar seint og fékk mér bara afgangana af saltfisknum. Á eftir er okkur reyndar boðið í smá kaffiboð, en ég verð bara að reyna að vera dugleg og standast þær freistingar sem þar eru. Ég er nefninlega búin að vera ansi dugleg í mataræðinu s.l. daga, þó svo að ég sé ekki komin af stað í ræktinni.

Njótið dagsins ;D


Ræktin á hold

18 september, 2008

Ekki komst ég í ræktina í gær. Það var bara eitthvað svo voða mikið að gera. Var að væflast með vinkonu minni að versla, svo þurfti ég að sækja krakkana og síðan skutlast með þau fram og til baka í íþróttir og tómstundir. Síðan var námskynning í skóla elstu stelpunnar sem ég mætti á og þá var ég komin með svo dúndrandi ógeðslegan hausverk að ég hélt að höfuðið á mér myndi klofna í tvennt. Ég er enn með höfuðverkjaseiðing í dag, samt ekki nærri eins slæm og í gær. En það var eiginlega sama sagan með ræktina í dag, var að sækja og skutla börnum og bara klukkan orðin svo margt þegar allt þetta stúss var búið að ég nennti ekki. En þau eru nú að fara til pabba síns og þá ætti ég að geta komið mér af stað. Svo er elstan mín í dansi í World Class á mánudögum og miðvikudögum og ég ætla bara að stefna á að fara í ræktina á meðan hún er þar, svona allavegana þegar yngri krakkarnir eru hjá pabba sínum. Kærastinn minn er nefninleg svo oft að vinna seinnipartinn og fram á kvöld þessa dagana, að ég hef ekki alveg sömu pössun og áður. En ég á eftir að koma þessu öllu í skipulag og rútínu 😉

Mataræðið var mjög fínt bæði í gær og í dag. Sjáum hvað setur 😉