Hugsihugsihugs…

16 júlí, 2008

Eins og þið væntanlega hafið giskað á, þá hef ég nú ekkert verið að brillera. Var alvarlega að íhuga að eyða bara blogginu og hætta að eyða tíma mínum í þessa vitleysu, fannst ég bara algjör aumingi og gjörsamlega misheppnuð. Er nú aðeins jákvæðari núna, en eins og ég segi, þá er mér ekkert að ganga vel. Er búin að vera að hugsa heilmikið um hvernig ég eigi að gera þetta. Ein hugmyndin var að byrja bara að einbeita mér að ræktinni og koma mér allavegana í betra form. Finnst það ágæt hugmynd. Veit líka að þegar ég er dugleg í ræktinni þá kemur mataræðið meira sjálfkrafa. En ég meika ekki kolvetnissnauða aftur, er alveg búin að komast að því. Það virkar einhvernvegin ekki að vera á kolvetnissnauðu og vera samt alltaf að stelast í brauð og pasta, þá fara kaloríurnar hratt upp… virkar ekki saman. Þannig að ég ætla bara aftur að huga meira að svona almennu, hollu mataræði. Ætla að reyna að vera ógeðslega dugleg næstu vikuna og sjá hvernig gengur.